Fleiri augnablik frá Ilulissat

regn hundar húsÉg kveð Illulissat annað kvöld og held með kvöldflugi til Reykjavíkur, sem lendir kl 3 um nótt að okkar tíma.  Ég mun sakna þessa staðar mikið og hlakkar til að fra hingað aftur ef tækifæri gefst.

Klukkan er að verða eitt að nóttu hér og enn er albjart og þögnin djúp útifyrir. Þessi kyrrð, ljós og hreina loft hefur fyllt mann miklu æðruleysi og þakklætið er mikið fyrir að hafa kynnst þessu litla leyndarmáli á norðurhjara.

Í fyrramálið fer ég aftur út á ísfjörðinn og sigli milli borgarísjakanna, sem eru svo mikilfenglegir og óutreiknanlegir.  Ég hendi hér inn nokkum augnablikum ur þessu ævintýri og segi svo frá þessu öllu í meira samhengi síðar.  Mér finnst það skylda mín að deila þessu með ykkur, þó ekki væri nema til að láta sig dreyma og taka hugann frá þrasinu heima.

 

Grænlandsfar

Ég verð á siglingu um ísfjörðinn á þessu skipi eins og í fyrradag.

P6160026

Kvöldið er kyrrt og hundarnir hafa fengið sinn sel. Hér er eins og tíminn standi kyrr.

P6160033

Hér mætast tvennir tímar og tveir menningarheimar. Barnasleðinn bíður vetrar ásamt kunnuglegri skíðasleða.

P6160041

Elstu húsin eru við höfnina. Þetta pakkhús er frá 1734 og minnir óneitanlega á húsin í neðstakaupstað á hinum íslenska Ísafirði, enda frá svipuðum tíma.

P6160105

Það er þröng í höfninni og mikill ys og þys. Menn beita um borð í litlu bátunum sínum og leggja og draga lúðufærin á víxl frá morgni og fram á nætur.

P6170025

Hong Kong kaffi. Hér er talsvert um asíska matarmenningu og nokkuð af asíufólki í veitingageianum. Víða má fá sér takeaway á asíska vísu eða setjast inn í litla resturanta og njóta þessa skemmtilega menningarbræðings. Thailendingarnir falla líka vel inn í menninguna og ekki ósvipaðir í útliiti og Grænlendingar við fyrstu sýn. únurinn er þó talsverður.

P6170026

Aðallinn og alþýðan. Hér má sjá hefðbundinn torfkofa, eins og fólk bjó í allt undir 1950. Í bakgrunni er gamla prestsetrið, sem er fæðingarstaður Knut Rassmussen heimskautafara. Í dag er þar athyglisvert byggðasafn, sem segir skilmerkilega frá sögu og staðháttum.

P6170033

Við Júlíus gamli Lysholm á leið út í Breiðubugt að kíkja á ísinn. Hann er lúðufiskari, sem tók sér hlé frá lifibrauðinu til að elta duttlungana í okkur.

P6170040

Í kaupfélaginu er að sjálfsögðu hægt að fá skotvopn af öllum stærðum og gerðum.  Hér skjóta menn fugl og sel til eigin nota. Hundarnir fá líka sinn skerf af því og þurfa talsvert. Þeir eru helmingi fleiri en íbúarnir, eða 9000.

P6180024

Jarðaför frá Zíonskirkjunni. Gömlum lúðufiskimanni er ekið til grafar í lúnum líkbíl.

P6180025

Félagar hans fylgja á eftir í fánum prýddum pallbíl. Allir í hvítum anorökkum, sem er einskonar hatíðarbúningur karla.

P6180028

"Hvad laver du her?" Forvitnir stákar í sólinni við hótelið. Mamma og pabbi eru inni að vinna.

P6180033

Karlarnir beita fyrir næstu lögn. Ekkert stress í gangi hér enda dagurinn langur, svo það er allt í lagi að taka smá spjall í farsímann og njóta veðurblíðunnar.

P6180034

Nægur tími til að hvíla lúin bein og ræða fiskeríið. Hann er ekki að líta á klukkuna þessi í miðjunni, heldur er hann að dusta af sér moskítóflugu, sem nóg er af þarna og vert að hafa í huga fyrir gesti. Hún er þó helst skæð í logni og blíðu.

P6180035

Þessir yngri una sér þó ekki hvíldar, enda er togari úti í hafnarkjaftinum, sem kaupir af þeim aflann jafn óðum, svo þeir fiska sem róa íórðsins fyllstu merkingu.

P6190002

Hér róa menn enn á kajak, þótt mest sé það fyrir túristana. Óhugnanlega mjóslegin og völt fley, en margir algerir snillingar á þessu. Nú er málaður strigi hafður í stað selskinna, en grindin er sú sama og um aldir.

P6190008

Unglingsástin og vináttan blómstar hér í Ilulissat, sem og annarstaðar á geimskipinu jörð. Þessi sátu við sjóin í kvöldgolunni og vildu endilega fá af sér mynd.

P6190018

Mörg húsanna eru ekki með rennandi vatni, svo brunnar eru um allan bæ til að ná í vatn. Flest húsin eru þó búin með vatnstönkum sem fyllt er á með reglulegu millibili. Það er snúið að búa á svo harðbýlum stað.

P6190027

Hundarnir gera þó engar frekari kröur, en síðustu árþúsund, en þeir hafa það þó vafalaust betra en oft áður.

P6190035

Hér rakst ég á gróðurhús, hjá stórhuga frumkvöðli, sem ræktar blóm úr flóru landsins ásamt ávöxtum og grænmeti. Þetta gleður hana Ásthildi mína Cesil vafalaust að sjá.

P6190051

Úr gönguför til Sermermiut við ísfjörðinn. Þar stóð byggðin fyrst, áður en nýlenduherrarnir settist að og lagðist raunar ekki af fyrr en um 1850.

P6190141

Ljúkum þessu svo með dæmigerðri bæjarmynd. Litskrúðug smáhúsin standa þétt og veita manni notalega tilfinningu. Þetta er út um glugga á veitingastaðnum Marmarut, sem er mjög metnaðarfullur staður með góðum mat og fræábærri þjónustu.  Ágætt að enda þar eftir að hafa gengið til Sermermiut, og fá sér hressingu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Snotrar myndir , væri meira en til í að kíkja þangað

Ómar Ingi, 25.6.2010 kl. 15:29

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Takk fyrir þetta.

Sólveig Hannesdóttir, 27.6.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar myndir og gaman að fræðast um Grænland, land sem er svo nálægt en samt svo fjarri.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skemmileg frásögn og myndir. Hafðu þakkir.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 19:00

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir skemmtilega frásögn og myndir.  Alveg væri ég til í að heimsækja þennan part veraldar.  Sjáum til hvernig landið liggur eftir ár eða svo.

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband