Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Guðjón E. Hreinberg

Stjórnarskrár málið stóra

Takk fyrir þessa frábæru grein. Fæ að deila og geyma. http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/2203293/

Guðjón E. Hreinberg, sun. 8. okt. 2017

Eigi leið þú oss í freistni ...

Í Faðirvorinu þérum vér oss ekki í virðingarskyni við oss sjálf. Ekki þúum vér heldur föðurinn í óvirðingarskyni við Hann. Þérun er fleirtala, þúun eintala. Vér erum mörg. Hann er einn.

Páll (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 28. okt. 2014

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæll, geturðu klippt fyrir mig eftirfarandi.

Úr þessu myndbandi: http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/#comment3499158 Langar að fá helstu atriðin til dæmis um hvernig bretar hafa misst yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni langbúnaðinum og fleira slíkt áhugavert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, mán. 3. mars 2014

Frábært myndband á fallegu ljóði !

Sæll Jón Steinar myndbandið þitt við ,,Næturljóð úr fjörðum"er frábært,takk fyrir þetta. Kv. Margrét Jónsdóttir.

margrét jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 14. ágú. 2012

Þakkir fyrir myndband !

Alveg er það frábært myndbandið sem er við ljóðið Næturljóð úr fjörðum, það fellur svo vel að þessum fallega texta. Kveðja Sveinn Þorsteinsson http://svennisiglo.123.is

Sveinn Þorsteinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. ágú. 2012

Þakkir frá svennasiglo

Sæll Jón Steinar, ég þakka þér góð orð til mín, ég veit að þú hefur gott auga fyrir hlutunum og þessi skrif þín í gestabókina mína eru mér hvatning. Kv.Sveinn

Sveinn Þorsteinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. ágú. 2012

óðum nálgast..

Sæll prakkari Fyrir örfáum árum gafstu út ljóðabók, ég hef haft á heilanum brot úr limru sem mig langar að fá botn í, Óðum nálgast ellimörkin.... Geturðu klárað kvekendið fyrir mig. kv Rúnar Jónatansson

Rúnar Már (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. júlí 2011

Jón Steinar Ragnarsson

Gamlar greinar

Sæl Sigrún mín. Þessar sögur eru allar þarna á sínum stað. Það þarf bara að skrolla niður síðuna og ef hún er ekki þar þá þarf bara að smella á "næsta síða" neðst á síðunni til að halda áfram á næstu. Þannig bara koll af kolli, þar til þú finnur það sem leitað er að.

Jón Steinar Ragnarsson, sun. 8. maí 2011

"Þegar ég fór í stríðið"

Las þessa lífsreynslusögu þína fyrir nokkru og fannst hún mjög skemmtilega skrifuð. Ætlaði síðan að lesa hana fyrir fleyri en þá fann ég hana ekki. Hvað veldur ?

Sigrún Unnsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. jan. 2011

Sólveig Hannesdóttir

Saga frá 1.08 sl.

Innilegar þakkir fyrir þessa góðu frásögn frá Siglufirði, gaman að lesa frásganirnar þínar. Sólveig.

Sólveig Hannesdóttir, sun. 29. ágú. 2010

Súgandafjörður

Gama að lesa um veru þína í Súganda. Rifjaði margt upp sem ég var búinn að gleyma eins og hann Sívert.En ég man náttúrulega vel eftir , Jóa Gunnubetu, Sæva Páls sem bjó fyrir utan mig á Hjallaveginum, Finna hennar Lúllu Ibsen og Lóu hennar Sveinu. Halli Fonsu hefur heldur betur braggast og maður hittir hann alltaf á Sælunni. Þarna var nú matgt brallað og oft klifrað í Spillinum og klöngrast upp á húsum og farið í hjall til að gæða sér á harðfisk. Kv. Hilmar Pálsson nú á Ísafirði.

Hilmar pálsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. jan. 2010

Besta bloggsíðan!

Ég tek ofan fyrir skrifum þínum og öðru efni sem hér er. hvet alla til að lesa Áfanga Jóns Helgasonar sem oftast. Á bloggi þínu er ýkjulaus fróðleikur, án stóryrða og fordæmingar á allt og öllu. sannarlega til fyrirmyndar.. Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. jan. 2010

Valmundur Valmundsson

O sei sei

Frábær síða. Eru ekki til fleiri góðar o sei sei sögur? Alveg gargandi snilld í skammdeginu. Margir vinir mínir búnir að hlægja sér til óbóta yfir þessu. Kv. Valmundur

Valmundur Valmundsson, fös. 18. des. 2009

Kristján P. Gudmundsson

Frá bloggvini stöddum í Svíþjóð.

Ágæti Jón Steinar, +eg náði ekki að senda inn athugasemd í tíma. Reyndar má það einu gilda. Ég vildi þakka þér fyrir enn eitt listabloggið, kæri bloggvinur. Með góðri kveðju frá Karlskrónu, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, þri. 5. maí 2009

Karl V. Matthíasson

Svar við athugasemd.

Síðan þín flott Jón. Svaraði athugasemdum þínum í morgun. kv. Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, mán. 10. nóv. 2008

Jóhann Gunnar Stefánsson

Góður lestur !!

Sæll Nonni Datt inn á síðuna þína af rælni. Skemmtilegt að lesa. Þú kannt ennþá að koma fyrir þig orðunum. Sjáumst á Sigló fljótlega.

Jóhann Gunnar Stefánsson, mán. 3. nóv. 2008

Marta smarta

Og löngu löngu síðar.

Skrifin þín verða mér góður lestur í vetur. Vissi ekki af þér fyrr en þú kommentaðir á bloggið mitt. Takk fyrir þitt innlegg í langan tíma. PS. er ekki búin að átta mig á hver þú ert, en ég er neðribæjarpúki frá Ísafirði. Kv Marta Bjarna.

Marta smarta, fös. 17. okt. 2008

Ragnheiður

Löngu síðar

kem ég og les gæslufærslurnar þínar. Mig langaði að þakka þér sérstaklega fyrir þær. Þær eru afburða vel skrifaðar og slíkan texta er alltaf notalegt að lesa. Hafðu þakkir fyrir þær þó seint sé. Þær virðast amk ekki alveg nýjar af nálinni hjá þér

Ragnheiður , fim. 28. ágú. 2008

Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott

Sæll og blessaður. Flott útlit. Myndin er meiriháttr flott. Gæfan fylgi þér. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, mán. 11. ágú. 2008

Áhugaverðar bækur

Mjög áhugaverðar bækur, sérstaklega The Biology of Believe, þarf að panta hana á Amazon :). Gaman að sjá hvað margar bækur um mátt hugsana okkar rata á mörg heimili í dag. Virðist sem það sé mikil vakning hjá fólki almennt um þann mátt sem býr með hverjum og einum til að skapa sína tilveru í stað þess að líta á sig sem leiksopp örlaganna. Að lokum: skemmtileg bloggsíða. Kveðja, Klara K

Klara K (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. maí 2008

Gleðilegt sumar..

og takk fyrir síðast. Bíð spennt eftir meira af "gömlu" efni frá þér eins og við ræddum um. kv. Gréta

Gréta (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. apr. 2008

Rósa Aðalsteinsdóttir

Gleðilegt sumar

Sæll Jón Steinar. Gleðilegt sumar. Þakka skemmtileg kynni hér í bloggheimum í vetur. Ég vona að þú hafir það fínt. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, fim. 24. apr. 2008

Kristján P. Gudmundsson

Carl Sagan

Sæll Jón Steinar, það var gaman að heyra aftur í Carl heitnum Sagan. Hafðu þökk fyrir. Kveðja KPG.

Kristján P. Gudmundsson, sun. 24. feb. 2008

Hlynur Jón Michelsen

Kristinn kennari

Fyrir þá sem vilja fylgja Kristni Kristjánssyni til grafar, þá verður útför hans haldin föstudaginn 15.febrúar kl. 15.00 frá Fossvogskapellu.

Hlynur Jón Michelsen, fös. 15. feb. 2008

Anna Benkovic Mikaelsdóttir

12 feb

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, mið. 13. feb. 2008

Þórarinn  Þ Gíslason

AFMÆLI PRAKKARANS.

Sæll Jón Steinar minn,nú er að byrja nýr dagur og afmælið þitt var í gær. Engu að síður vil ég óska þér til innilegrar HAMINGJU með þennan áfanga.Ég færi þér mínar bestu óskir um HEILLADRJÚG ÁR FRAMUNDAN. Þinn sveitungi Þórarinn Þ. Gíslason. (Þói Gísla.)

Þórarinn Þ Gíslason, mið. 13. feb. 2008

Hlynur Jón Michelsen

Kristinn vinur okkar kennari er allur

Sæll Jón. Ég veit ekki hvort þú fékkst mail-ið frá mér um hann kristinn kennara vin okkar. Þú mátt hringja til mín fyrir föstudag. Kv. Hlynur

Hlynur Jón Michelsen, mið. 13. feb. 2008

Úlfar Þór Birgisson Aspar

Til hamingju með daginn

Blessaður Jón og innilega til hamingju með að vera vatnsberi eins og ég,nú skil ég hvaðan þú hefur þína rökfestu og undarlegheit þín heheheh.Það kemur víst með stjörnunum kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, þri. 12. feb. 2008

Theódór Norðkvist

Til hamingju með daginn

Til hamingju með afmælið. Þú ert alltaf jafn ungur og hress í anda! Guð blessi þig.

Theódór Norðkvist, þri. 12. feb. 2008

Aðalbjörn Leifsson

TIL HAMINGJU

Til hamingju með afmælið minn kæri Jón Steinar, megi þú eiga góða daga framundann og gæfuríka, með vinar kveðju Aðalbjörn Leifsson.

Aðalbjörn Leifsson, þri. 12. feb. 2008

Guðrún Sæmundsdóttir

Afmæliskveðja

til hamingju með daginn!!! og gangi þér allt í haginn!!!!!

Guðrún Sæmundsdóttir, þri. 12. feb. 2008

Rósa Aðalsteinsdóttir

Hamingjuóskir

Kæri Jón Steinar. Til hamingju með afmælið. Ég óska þess að framtíð þín verði björt og hamingjurík. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, þri. 12. feb. 2008

Alfreð Símonarson

Hrós fyrir upplýsingar um John Frum

Var að lesa færsluna og skoða video, þetta er alveg frábært dæmi um arfleifð hvíta mannsins. Þetta fólk er greinilega mjög trúað og greinilegt að áhrif hvíta mannsins og kyrkjunar hafa valdið meiri vandræðum fyrir fólkið en leyst. Ég vona þeirra vegna að þau taki upp gömlu siðinna í staðin fyrir þessari dírkun á látinum hermanni. Leiðinlegt að partísamfélag er smánað með "kyrkjunar þekkingu" á góðu og illu sem þau þurftu ekki að lifa við.

Alfreð Símonarson, mán. 11. feb. 2008

Helga Kristjánsdóttir

Þakkir,óskir,kveðjur......

Takk fyrir ábendinguna,er búin að leiðrétta með yngri manna hjálp:) Kveðja Helga

Helga Kristjánsdóttir, mán. 4. feb. 2008

Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir.

Fyrirgefið hvað ég er seinn til viðbragða. skoða gestabókina allt of sjaldan. Tryggvi: Hver veit nema að maður stingi inn hausnum á næstunni. Það væri sannarlega gaman að hitta þig eftir öll þessi ár. Takk fyrir ábendinguna Skuggabaldur, þótt tengilinn vanti. Ég fann myndina engu að síður. Sæll Kútur.:-) Mikið þykir mér vænt um að sjá þig hér. Já, það horfir betur nú en áður. Ég hef ekki séð vestanpóstinn enn, en veit af þessu viðtali. Vona að það komi sæmilega út. Vonandi sjáumst við nú bráðlega´. Ég bið að heilsa öllum.

Jón Steinar Ragnarsson, fim. 31. jan. 2008

Kveðja frá frænda þínum.

Kæri frændi, gaman að lesa viðtalið við þig i Vestanpóstinum. Vissi ekki að þú værir svona þekktur bloggari en þú kemur manni sífellt á óvart. Mikið er ég stoltur af þér og vona að þér gangi allt í haginn nú sem endranær. Bestu kveðjur, Kútur.

Sigurjón Finnsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008

Horizon myndband

Datt í hug að senda þér þennan link, á Greg Laden en hann er að pósta kafla úr mjög góðri seríu um trúarbragðastríðið í BNA. Þú póstar það áfram ef þér líst á....

Skuggabaldur (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008

Jón Steinar Ragnarsson

Kærar kveðjur til baka.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott og megi hamingjan hossa ykkur alla tíð Tryggvi, Gréta og Hilmar.

Jón Steinar Ragnarsson, sun. 6. jan. 2008

Gleðilegt Ár

Sæll eg varð að skrifa og þakka þér fyrir timan á miklu kveðja Hilmar Þór

Hilmar Þór (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 5. jan. 2008

Gleðilega hátíð

Langar bara að óska þér gleðilegrar hátíðar og vona að við hittumst sem fyrst. Kveðja, Gréta (skólasystir)

Gréta (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. des. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Loksins kom galdurinn!

Kæri Jón Steinar, mikið er ég fegin að mér tókst loksins að setja inn videó. Mér finnst oft myndir segja meir en orð. Ég tók leiðbeiningarnar út og geymi þær, fannst það rétt. Þúsund þakkir og GLEÐILEG JÓL, bjargvætturinn minn. Með bkv. eva

Eva Benjamínsdóttir, fim. 20. des. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Nú líður mér vel

Nú ert kominn aftur, prakkarinn þinn og ég get ekki slitið mig frá blogginu þínu. Þvílíkt Ljós! Þakka þér hjartanlega fyrir mig og gangi þér áfram svona glimrandi vel...

Eva Benjamínsdóttir, mán. 17. des. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Nú líður mér ekki vel

Jón Steinar, þú ert farinn, af hverju? Viltu vera svo góður að hringja í mig á morgun. Takk eva

Eva Benjamínsdóttir, lau. 15. des. 2007

Eiríkur Harðarson

Jól-2007

Jón gleðileg jól og farsælt komandi ár, takk fyrir öll bloggin.

Eiríkur Harðarson, lau. 15. des. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Doddi

Sæll. Nóvuna seldi ég í Reykjavík fyrir áratugum, en hún reyndist vel og var mikill happagripur. Ég var ekki svikinn af þeim viðskiptum. :-) Gaman að fá línu frá þér. Það er eins og Hanna Lára segir hér: Þetta er eins og að koma á sólarkaffi að kíkja á gestabókina. Það er mér líka til ómældrar gleði að heyra frá góðu fólki.

Jón Steinar Ragnarsson, fim. 13. des. 2007

chevy ll

hvað varð um novuna rauðu og hvítu "66 ég vissi alltaf að þú værir fínn penni kv Doddi Jóh Engi 'isaf

Doddi Jóh. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. des. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Sæl Hanna Lára.

Mikið er gaman að heyra til þín. Það er svo óralangt síðan við sáumst að mér finnst það hafa verið í öðru lífi. Kannski var það bara svo. Vonandi sjáumst við á förnum vegi, því það er margs að minnast og gaman að hitta vini með meiningar á tilverunni. Gleymi aldrei textanum þínum af Ýr plötunni: Æ vas valking in te fílds venn í first sav jú. hehe.

Jón Steinar Ragnarsson, fös. 16. nóv. 2007

gott mál

Það er eins og að vera komin á Sólarkaffi að kíkja í gestabókina. Takk fyrir þessa andlegu hressingu, Jón Steinar; Ég hlakka til að lesa áfram. Hanna Lára.

Hanna Lára Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. nóv. 2007

Eiríkur Harðarson

Halló.

Vil endilega kvitta, þó seint sé. E. H.

Eiríkur Harðarson, þri. 13. nóv. 2007

Linda

Vildi þakka þér þín

hlýlegu orð í minn garð, ég var djúpt snortin, og öðlaðist betri skilning, sem er gott, að þekkja, er leið til skilnings. Knús og Guðs blessun til þín.

Linda, sun. 11. nóv. 2007

Sæll Jón Steinar.

Eftir öll þessi ár,síðan við höfum talað saman eða sést þá hef ég fylgst með þér.Það er gaman að lesa Bloggið þitt.Það er fróðleikur ,ádeila,skemmtun og hvað eina.Gangi þér vel framtíðinni. Þórarinn Gíslason

Þórarinn Gíslason (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 29. okt. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Draugurinn á Louvre

Ég man þetta ekki fullkomlega Heba, en ég bendi þér á að kíkja á sjónvarpsdagskrá dagblaða á Landsbókasafni frá tímabilinu 1970-1972. Ég er fæddur 59 og sá sjónvarp fyrst 1968 eða 69. Var á aldrinum 9-11 ára. Get ekki verið nákvæmari sem stendur, en læt þig vita ef eitthvað rifjast upp ferkar.

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 17. okt. 2007

josira

Sáðmaðurinn blindi...

Langaði bara að kvitta fyrir mína fyrstu heimsókn hingað, á eftir að koma aftur og aftur...Mitt innlegg og viðhorf til sögunnar um gamla manninn er að...Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð og að... Innst í hjörtum allra það býr, kærleiksaflið, sem öllu snýr...Takk fyrir yndislega sögu...

josira, fim. 27. sept. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Ástin er plástur ofl.

Steini, það gleður mig að þú fílir þetta pár og að það lyfti hinum mýkri kjarna upp á yfirborðið. Sakna ykkar strákanna þót ótrúlegt megi virðast hehe. Sjáumst vonandi á röltinu. Mummi: Ástin er plástur er sett fram í kommentum við færsluna: "Frægð mín og frami í míkrókosmos." Ekki dýr kveðskapur, en það má hafa gaman af honum. Það eru ríkuleg laun að koma við í gestabókinni og uppskera allt þetta þakklæti og ánægju með lítilmótlegt pár mitt. Þakka ykkur af öllu hjarta fyrir það.

Jón Steinar Ragnarsson, lau. 8. sept. 2007

Bara Steini

Yndislegheit.

Veist Jón.... Þessi lestur sem ég er gersamlega búinn að gleyma mér er eins og að detta aftur í barnæsku með lestur í rúminu og heitt kakó. Það er ekki laust við að maður sakni þess að heyra í röddina menni. En ég get þó alltaf fylgst með þér hér :=)

Bara Steini, mið. 29. ágú. 2007

"Ástin er plástur á sárið"

Sæll Nonni. Ég man að við vorum saman í LL (ég með ljós og hljóð (óhljóð og svoleiðis) en þú með leik og fleira), fyrir langa langa langa löngu. Mig minnir að það hafi verið Leynimelur 13 eða álíka verk sem var verið að sýna og þú af þinni snilli gerðir ljóð sem heillaði mig alveg sem upphófst á þessum orðum "Ástin er plástur á sárið". Man einnig að snarað var upp tríói og það sungið í upphafi sýningar. Nú hefði ég gjarnan viljað sjá þetta á prenti því ég er búinn að týna upptökunni af þessu (á samt eftir að fara yfir spólusafnið mitt aftur). Værirðu til í að birta það - plís. Kveðja Mummi.

Mummi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 26. ágú. 2007

Bergur Thorberg

Með kaffinu

Sæll elsku vinur, Það er nú ekki ónýtt að fara inn á bloggið þitt(ég vil nú heldur kalla það skáldskap af hæstu gráðu).Ég þakka hlýju orðin og gangi þér allt í haginn.Kannski við verðum svokallaðir bloggvinir,en ég er svo nýbyrjaður að ég er ennþá að þreifa mig áfram.Verðum í sambandi kæri vinur. Thorberg

Bergur Thorberg, þri. 31. júlí 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Bloggið

Bloggið er vettvangur upplýsinga Arngrímur. Þar höfum við öll eitthvað að segja og þar getum við sýnt það sem fjölmiðlar sigta frá. Stærsta lygi fjölmiðla er það sem þeir segja ekki. Það sem þeir segja er ansi mengaður sannleikur og afstæður á köflum.

Jón Steinar Ragnarsson, mán. 16. júlí 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Geistleg nálægð.

Þakka fyrir innlitið og hlýjar kveðjur Síra Kalli og Síra Svavar. Það ætlað ég að veiti á gott að fá svona gæðamenn í heimsókn. Stundum finnst manni ekki veita af, en það er nú oftast þegar maður ætlar að treysta á eigið hyggjuvit og hafa stjórn á öllum sköpuðum hlutum. En ég er að læra. Læra að sleppa.

Jón Steinar Ragnarsson, sun. 15. júlí 2007

Karl V. Matthíasson

Þakkir . góðar óskir.

Nú?? Það kom vel á vondan að skrifa þakkir í "kjölfars" sr. Svavars sem eldar frábæra fiskrétti, enda þjónn Guðs. Ég ætlaði bara að þakka góðar kveðjur Jón minn og habbðu það sem allra best. Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, sun. 15. júlí 2007

Svavar Alfreð Jónsson

Þakkir

Heill og sæll! Las pistlana þína sem þú bentir mér á og hafði presturinn bæði gaman af og gagn. Þú ert snilldarpenni og velmeinandi. Pax et bonum! Svavar

Svavar Alfreð Jónsson, fös. 13. júlí 2007

Ásgeir Rúnar Helgason

Þegar alheimurinn opnaðist fyrir mér!

Sæll Jón Steinar! Ég er nú búinn að ná í hljóðbókareintak af bókinni “The Power of Now”. Þú baðst mig um að láta þig vita hvað mér fannst. Það getur þú lesið um í minni síðustu bloggfærslu. Kveðja og takk fyrir ábendinguna: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, fim. 12. júlí 2007

Kristján P. Gudmundsson

Frá Nunca

Kæri Jón Steinar, vertu velkominn aftur! Það var leitt að heyra, hvernig vitleysingurinn fór með tölvuna þína. Jafngóður bloggari eins og þú á skilið að eignast alvöru tölvu eins og Makka, en ekki eitthvert PC-tæki, sem maður þarf sífelllt að hafa áhyggjur af. Makkinn er reyndar eitthvað dýrari í innkaupi heldur en margar PC-vélar, en það er fljótt að borga sig, því að vírus er óþekkt vandamál í Mökkunum. Þú ert reyndar svo einstaklega góður bloggari, að Apple eða ein-hverjum góðum vörumerkjum væri sómi að fá að auglýsa á bloggsíðu þinni, ef þú gætir hugsað þér slík viðskipti. Þú afsakar þessa framhleypni í mér, kæri Jón Steinar, en ég veit , að listamenn eins og þú vilja oft vera óháðir og algjörlega frjálsir. Með góðum kveðjum frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, lau. 9. júní 2007

Eitt sinn bakkapúki - ávallt bakkapúki

Sæll Jón Steinar. Lýsing þín á himinhvolfinu er frábær. Ég lá nú oft út í snjóskafli á bakvið 26 eða 28 og horfði á norðurljósin dansa, það er hægt að horfa endalaust á þau. Stundum fór ég í heimspekilegar pælingar þegar rökkrið færðist yfir og hugsaði mér tröllskessu sem var að setja lokið ofan á pottinn sinn en potturinn var Skutulsfjörðurinn. Og mér leið bara dáyndisvel með það að búa í þessum tröllapotti og láta fjöllin halda utan um mig. Núna horfir maður á Esjuna og Keili og saknar Kubbans, Eyrarfjalls og Gleiðahjalla. Að ekki sé nú minnst á fjöruna, ohhh, hvar finnur maður almennilega fjöru á þessu blessaða SV horni? Fór með dóttur mína (tæplega 6 ára gamla) niður í fjöru í dag, neðan við Sjálandshverfið í Garðabæ. Maður á að gera meira af því, ég gat setið endalaust við gluggan sem barn og horft á hafið, fuglana og skipin. Erfitt að útskýra það fyrir blessuðu barninu sem elst upp við sjónvarp og tölvu, bókalestur og bókaskoðun. Hún spáði í hvernig var að falla að en svo sáum við krumma sem var að narta í fisk en flaug svo frá. Við mæðgur ákváðum að kanna fenginn og ég fékk algera nostalgíu þarna með henni. Forvitni barnsins minnti mig á mína eigin forvitni í den, verð þó að viðurkenna að stundum var ég ekki alveg til í alla leiðangra sem farnir voru. Takk fyrir allar sögurnar að vestan, maður þekkir þá marga sem þarna koma við sögu og veit af tilvist annarra. Og við lesturinn rifjar maður upp eigin bernsku þrátt fyrir að það séu ábyggilega 10 ár á milli okkar. Þú mannst líklega helst eftir okkur systrum á sama hátt og Mummi, þegar mamma kom út á svalir og kom öllum börnum hverfisins skilmerkilega í mat á réttum tíma þegar hún kallaði: "Siiiiilllllaaaa, Vaaaalllllaaaa.... maaaatuuuur!" Takk fyrir mig Vala

Vala (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. maí 2007

Sæll Jón

Sæll vertu Jón, æskuvinur pabba minns. Ninna frænka benti mér á þessa síðu og sagði að þar væru skemmtilegar sögur af þér og pabba. Hún kom því samt varla útúr sér fyrir hlátri svo ég varð að fara og kíkja. Skemmtilegar frásagnir og ég vona að þú lumir á einhverjum fleirum. Pabbi átti það til að segja stundum prakkarasögur af sjálfum sér og ég man best eftir því þegar hann sagði frá "bústaðarmálinu mikla". Hafðu það gott og haltu áfram að blogga :) kveðja, Valdís María Einarsdóttir dóttir Einars Vals

Valdís María Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. maí 2007

Ásgeir Rúnar Helgason

Ný saga

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga.

Ásgeir Rúnar Helgason, fös. 18. maí 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Kæri Gunnsteinn

Ég roðnaði og blánaði og vöknaði um augu við þennan lestur. Slíkt lof gæti auðveldlega stigið mönnum til höfuðs en þar sem ég þekki þig og þitt góða hjarta, þá veit ég að þetta er sagt í fyllstu einlægni og kærleik. Það er mér ósegjanleg gleði að párið mitt gleðji hjörtu fólks og veki með því ljúfar tilfinningar. Tilfinningar, sem eru mikið nær því sem við erum en það sem við tengjum verund okkar. Guð laun elsku vinur fyrir þetta og ég vona að ég haldi áfram að standa undir væntingum hér, þótt ýmislegt tefji mig frá því þessa dagana.

Jón Steinar Ragnarsson, lau. 12. maí 2007

Takk fyrir mig :)

Sæll og blessaður Jón Steinar. Oddur bróðir benti mér á bloggið þitt fyrir stuttu, og þar sem ég hef skemmt mér alveg konunglega við lesturinn þá mátti ég til með að þakka þér fyrir og segja þér í leiðinni hvað ég hafi haft gaman af að lesa þessa pistla þína. Þó ég sé strax farinn að upphefja sjálfan mig af því við félagana að ég hafi alltaf vitað að þú værir snillingur, þá verð ég samt að viðurkenna að það kom mér á óvart að sjá hvað þú ert í raun og veru góður með pennann. Frásagnirnar þínar eru svo lifandi og skemmtilegar að brosið hefur ekki dottið af andlitinu eitt augnablik við lesturinn. Þegar ég hef lesið endurminningarnar þínar frá heimahögunum þá hef ég fundið fyrir tilfinningu sem ég finn bara þegar ég sé eða les eitthvað sem hrífur mig svona mikið. Endorfín og adrenalínvinnslan fer á fullt og sér um að halda mér í gleðivímu á meðan ég upplifi reynslusögur sem ég kannast svo sannarlega við úr eigin æsku. Þegar ég les pistla frá mönnum í fyrsta skipti þá fer ég ósjálfrátt að skoða stílinn og spá í hvort menn séu nokkuð að rembast of mikið við að reyna að vera rithöfundar. Þetta er eitthvað sem gerist ósjálfrátt og án þess að ég ætli mér það. Ég féll strax fyrir þínum stíl. Þú ert með eitthvað sem ég kalla natural og án alls rembings. Hvernig þú skrifar er algjört augnakonfekt í mínum augum. Þegar ég las fyrsta pistilinn þinn þá fór ég að brosa í þriðju eða fjórðu málsgrein því mér líkaði svo vel það sem ég sá, en núna er ég farinn að brosa áður en ég byrja. Þar sem við þekkjumst og þar sem feður okkar voru vinir þá þykir mér ég eiga svolítið í þér :) Auðvitað á ég ekki meira í þér en einhver frá Memphis á í Elvis Presley, en þegar ég bendi mönnum á bloggið þitt og nefni að ég þekki þig frá því í gamla daga þá finnst mér samt eins og það lyfti mér svolítið á hærri stall. :) Með von um að þú haldir áfram á sömu braut. Kær kveðja, Gunnsteinn Hlíðarvegspúki.

Gunnsteinn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. maí 2007

Jökull Veigar Kjartansson

Vertu ekki lengi.

Vonandi eru bæjarleiðir í styttri kantinum þarna fyrir norðan.Farðu vel með þig og komdu tvíefldur til baka. Vonandi sem fyrst

Jökull Veigar Kjartansson, mán. 23. apr. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Þakka fyrir.

Jú Pálmar minn þessi pistill er mitt verk og hefði ég viljað láta mikið fleira koma fram en þetta var að verða einhverskonar langavitleysa í sjálfu sér. Bendi fólki einnig á að kynna sér hvernig og hvers vegna gengi og vöxtum er haldið hér í ískrandi hámarki. Það er blaðra sem kemur til með að springa og almenningur verður að búa sig undir það. Landið er veðsett í topp og við höfum aldrei verið skuldugri. Minnsta niðursveifla í þessu falska gengi mun hella yfir okkur hundruðum þúsunda milljóna í auknum skuldum. Góðærið er fallinn víxill, sem aldrei var innistæða fyrir. Það er brunaútsala á ríkiseignum. Eignunum okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 18. apr. 2007

Sjóveikur

Fáráður

Ég get bara ekki orða bundist, var að lesa "lönguvitleysu Neysluhyggjunnar" og ég vona innilega að þetta sé þitt eigið verk, því ég er svo hrifin að þessu pistli að ég ætla ekki að reyna koma því í orð, maður fynnur til sannleikans og ég óska þess að þú komir frá þér meira í þessum dúr á meira opinberum vetvangi, það er af guðanna náð að þu lærðir að nota prentletrið, láttu það flæða. Besta kveðja, Pálmar Magnússon Weldingh

Sjóveikur, mið. 18. apr. 2007

Magnús Ragnar Einarsson

Heill og sæll kæri vin

bara að láta vita af mér, hef ekki verið á blogginu undanfarið, en lít alltaf við hja þér til að lesa þína frábæru pistla

Magnús Ragnar Einarsson, sun. 1. apr. 2007

Skafti Elíasson

Takk fyrir mömmu

ætlaði bara að þakka fyrir að senda mömmu myndirnar ég hef séð þær báðar og finnst reyndar að allir ættu að sjá the secret !

Skafti Elíasson, sun. 1. apr. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Takk Björg

Bækurnar eru oftast pantaðar af Amazon.com. Ég mæli líka með bókum, sem fást á Íslensku þær eru þó oftast dýrari. Þá er ég að hugsa um Samræur við Guð bækurnar(3 amk) eftir: Neale Donald Walch. Einnig Mátturinn í núinu (Power of Now) eftir: Eckhard Tolle. Meillinn minn er á síðunni líka ef þú vilt spyrja frekar.

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 28. mars 2007

Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæri bloggvinur Jón Steinar!

Ég er viss um að þú gerðir þar góða hluti, alveg handviss. En til að svara spurningu þinni um Andrés Magnússon geðlækni í Noregi, hef ég því miður ekki lesið neitt eftir hann. Ég er ekki eins meðvituð um þetta eftir að ég sjálf komst á "þurrt" land, ef svo má segja! En auðvitað er þetta RÉTTLÆTISMÁL!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, mán. 26. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Anna mín.

Ekki veit ég hvort þjóðin mín hefði gott af því að fá mig á þing. Nóg finnst mér að tuldra ofan í bringuna á mér hér í blogghreiðrinu mínu eins og öll alþýða manna kýs. 'Eg er of fljótur til sátta til að verða vinsæll af öðrum þingmönnum og yrði sennilega lagður í einelti. Ég mæli nú heldur með honum Dóra vini mínum hérna að neðan og skil raunar ekki hvers vegna hann er ekki löngu kominn þangað. Strax í barnaskóla talaði hann eins og hann væri að flytja framsöguerindi fyrir þingheimi.

Jón Steinar Ragnarsson, fös. 23. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Halldór Skagabætir.

Mikið hlýnar mér við að heyra frá þér gamli vin. Hef fylgst með þér í Íslandi í bítið. Þú ert enn með kjaftinn upp á gátt eins og forðum, svo það er þægilegt að vita að sumum eiginleikum glötum við ekki þótt margt sé til glapa. Ég hef nú alltaf veriðeins og flöskurnar í nóakonfektinu, stökkur að utan en lap að innan, svo ég tali nú ekki um aðrar tilvísanir í það innihald. Jáð það er gött að áfengið er rokgjarnt efni og mikið er frelsið að losna úr þeirri maríneringu. GAman að þú skulir geyma þessar teikningar. Ég hef alltaf hent öllu eða gefið, sem ég geri, svo ég á ekkert slíkt. Gleðin felst í sköpunninni sjálfri. Takk fyrir innlitið elsku vinur og hlý orð. Aftölum nú kaffisopa einhverntíma við færitæki. Hitti Eyþór Einars á Kaffi París um daginn og það voru gleðifundir miklir.

Jón Steinar Ragnarsson, fös. 23. mars 2007

Anna Benkovic Mikaelsdóttir

frá önnu

Kæri Jón Steinar, ef þú ætlar í framboð í vor...er ég með! ;-) emailinn minn er abm@internet.is

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, fim. 22. mars 2007

Bekkjarbróðir skrifar

Um árabil hef ég öfundað þá sem ólust upp með rithöfundum eins og Pétri Gunnarssyni og Einari Má Guðmundssyni. Að geta upplifað að nýju æsku sína með augum þeirra miklu sagnamanna. Nú þarf ég ekki að öfunda lengur. Jón Steinar er upprisinn og hefur engu gleymt og lífið hefur kallað fram mjúka manninn. Það var hlið sem mönnum var nú kennt að fela í gamla daga, ef hún var þá til :). Gangi þér sem allra best og í guðanna bænum ekki hætta að rifja upp æskuminningarnar. Þú kannt að færa í letur það sem blasti við öllum en fáir tóku eftir. Teiknarinn í þér var nú einnig fyrirferðarmikill í þá daga. Í það minnsta á þeirri hlið er að okkur snéri. Einhvers staðar geymi ég einn af dýrgripum æskunnar. Blokk með myndum sem ungur drengur af Bökkunum teiknaði af bekkjarbræðrum sínum. Myndunum bjargaði ég jafnóðum úr ruslafötunni í skólastofunni og sé ekki eftir því. Vonandi gefst mér einhvern tímann tækifæri til þess að skoða þær með listamanninum og fyrirsætunum. Bestu kveðjur. Dóri Jóns (Fjarðarstrætispúki sem oft dvaldi meðal Bakkapúka).

Halldór Jónsson (Óskráður), fim. 22. mars 2007

Hrönn Sigurðardóttir

Mynd

Fínt að sjá loksins mynd af þér Jón Steinar.

Hrönn Sigurðardóttir, þri. 20. mars 2007

Klara Nótt Egilson

Athyglisvert handaband í kjölfar mjaðmahnykkja

Maðurinn hnykkti hettunni eitthvað svo lipurlega aftur upp á höfuðið í upphafi myndbandsins, umkringdur dansandi fylgismönnum ... að mér þótti aðdáunarvert. Þakka þér fyrir Jón. Ég er full gæsku eftir áhorfið.

Klara Nótt Egilson, mán. 19. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Elsku Dóra Frænka.

Þakka þér fyrir boðið Dóra mín. Hvítasunnudagur er 27. Maí í ár, svo ég sé ekki í hendi mér að það geti verið til fyrirstöðu að þiggja boðið ef Guð lofar. Sendu mér nú samt tölvupóst til að minna mig á því ég er svoddan teflonheili. Bið að heilsa öllum.

Jón Steinar Ragnarsson, lau. 17. mars 2007

Kveðja frá Súgandafirðinum :D

Sæll frændi, nú eru það ekki lengur blöðin og kaffið á morgnana heldur bloggið þitt og kaffið góða :) Hann "litli" frændi þinn "jóallavið" (Jóhann Alexander) er að fara að fermast á Hvítasunnudag og það væri okkur sönn ánægja að bjóða þér til veislu ef svo skemmtilega vildi til að þú yrðir á okkar slóðum. Hafðu það ávallt sem allra best kv Dóra

Halldóra Hannesdóttir (Óskráður), fös. 16. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Hjördís Hlíðavegspúki af flokki Efribæjarpúka.

Sæl Hjörtís mín mikið er gott að heyra frá ykkur. Það verður sannarlega gaman að hittast aftur, þegar við getum búið til vitrænt tilefni. Ég hitti einmitt Eyþór Einars um daginn og við hittumst og fengum okkur kaffi og kökubita, ræddum gamla daga og möguleika á að hóa hópnum saman í náinni framtíð. Þið eruð alltaf í huga mér. Ég sé alltaf litlu púkana blunda undir augunum á ykkur þegar ég rekst á einhvert ykkar á förnum vegi. Alltaf sami kjarninn og gamla glóðin sem drífur.

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 14. mars 2007

Frá bekkjarsystur

Rakst af tilviljun hér inn, ekki spurning að þessi slóð verðu geymd. Og ekki fer þér aftur í ritsnilldinni. Skrifin um bernskuárin rifja margt upp. Hlakka til að fylgjast með þér áfram og "hitta" þig hér á netinu, það líður allt of langt á milli þess sem við hittumst. Vonandi verður þú með næst þegar við bekkjarsystkinin hittumst næst, þessar stundir eru mikilvægar, það er mikilvægt að rækta tengsl við þá sem manni þykir vænt um. Og þú ert svo sannarlega í þeim hópi. Kærar kveðjur, Hjördís Hlíðavegspúki.

Hjördís Hjartardóttir (Óskráður), mið. 14. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Össi Dokkupúki.

Takk fyrir hlýleg tilskrif gamli vinur. Já það væri okkur hollt að endurlifa gömlu tímana við tækifæri. Að rifja upp hvaðan maður kemur, hjálpar manni að sjá betur hvert maður er að fara. Raggi býr í Reykjavík og rak þar verslun, þar til um áramót að hann seldi og gerðist markaðstjóri hjá fyrirtæki í byggingariðnaði, hann á tvo yndæla syni og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Mæja býr í Balestrand í noregi og á 4 frábæra krakka með íslenskt attitude. Hún er gift hóteleiganda eins fallegasta hótels í noregi, Kvikne's Hotel. Mamma er gift í Hemsedal í noregi og Pabbi gamli er ný hættur að vinna og býr í Garðabæ og er ennþá eldklár og ferskur, happy og góður vinur. Bið að heilas Dísu og Gumma. Guð blessi ykkur alla tíð.

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 14. mars 2007

Dokkupúki skrifar

komdu sæll Jón gaman að heyra frá þér,var að frétta af síðunni þinni,er byrjaður að lesa bloggsíðuna þína,það rifjast nokkur atriði í huga mínum um prakkarastrikin þegar þú talar um bernskuárin þín,það væri gaman að rifja hana upp með tímanum.....ég fékk að kynnast þér og þínum systkynum (Maju og Ragnari). Hvað er að frétta af þeim og frá þínum foreldrum? Það er svo langt síðan að ég frétt af ykkur. Byð að heilsa þér Jón minn og þinni fjölskyldu. Virðingarfyllst Össur Dokkupúki

Össur Valdimarsson (Óskráður), mið. 14. mars 2007

Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk Jón minn

Ég þakka hólið,ég ber mikla virðingu fyrir þér Jón og þinni vinnu,ég geymi ávallt ástarljóð þitt.Ég Þú Nú.mér fynnst það eitthvað besta ástarljóð sem skrifað hefur verið á íslenska tungu haltu áfram að skrifa þú rúlar feitt. Virðingafyllst Úlfar B Aspar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, sun. 11. mars 2007

Kolla

Nossarar

Já ég er búsett í Stavanger, og nossararnir hafa lítið breist. Þeir eru allavegana enþá jafn nískir, alveg eins og jóakim aðalönd. En þeir eru farnir að vera úti á djamminu til klukkan 1 á næturnar. En allir eru eins, eignast börn, kaupa steisjon bíl, bát og sumarbústað :) Bestu Kveðjur Kolla

Kolla, fös. 9. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Ó-fríður

Þetta er nú meira sett inn, þar sem ég á ekki haldbæra mynd af mér. Ég ætti kannski að drífa mig í að breyta þessu. Fannst þetta svolítið prakkaralegt andlit. Þetta er vafalaust smekksatriði.

Jón Steinar Ragnarsson, fös. 9. mars 2007

M. Best

ljótur

þetta er hálf ljót mynd af manni sem hlýtur að teljast fullorðinn... og ef þetta er mynd af þér sem barni þá verð ég að segja að þú varst ljótt og frekar hræðilegt barn. áttu ekki aðra?

M. Best, fim. 8. mars 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Sælar stelpur.

Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur. Mikið er ég glaður að vera kominn í samband við þessar elskur mínar úr fortíðinni. Takk Silla, Olla, Ásthildur,Magga mín Óskars, Ingibjörg í BG, poppstjarnan mín í æsku. Dóra Frænka, Ingibjörg, kynfræðingurinn sem dreymir mig. Svo og allir hinir, Jökull Veigar, sem ég hef ekki heyrt í minnst 20 ár....allir. Þvílík hamingja! Þvílíkur hópur :-) Nú er ég kominn norður og er eins og blóm í eggi hér. Lífið er Yndislegt!

Jón Steinar Ragnarsson, fim. 8. mars 2007

Takk fyrir.

Sem æskuvinkona Beggu þá man ég nú eftir ófáum prakkarastrikum ykkar Einars Vals... mig minnir að einhvertíma hafi þið tekið dúkkurnar hennar, skorið af þeim "höfuðleðrið" bunduð þær svo við snúrustaurinn, dönsuðuð svo í kringum staurinn gólandi eins og Indjánar.. og svo kórónuðu þið verkið með að leggja eld að.. Grey Begga missti þarna dúkkurnar sínar. Ég var nú svo eigingjörn að mér datt ekki í hug að gefa henni neinar minna, heldur sat á þeim sem fastast. Og, hvernig var það með Baaregaards húsið? Manstu eftir stæðunni af einangrunarplastinu sem stóð á uppsteyptum kjallaranum? Ég man að við vorum nokkuð mörg sem komum að þessu, en stæðan enda öll meira og minna út í sjó, meira og minna niðurbrotin. Var ekki einhver að spá hvort ekki væri hægt að sigla á þessu? En, allavega, takk kærlega fyrir þennan glugga í æskuárin á Bökkunum. Kær kveðja úr Eyjafjarðarsveitinni frá fyrrum nágranna úr Sundstrætinu. Silla

Sigurlaug Hauksdóttir (Óskráður), fim. 8. mars 2007

Solla Guðjóns

Tek ofan fyrir þér

Sérstaklega fyrir ritsnildargáfu þinni og því að vera Ísfirðingur?það er ég líka.Les oft kommentin þín á öðrum síðum en var að kíkja í fyrsta skipti á síðuna þína núna og líkað mjög vel það sem ég sá,er þó bara rétt byrjuð.

Solla Guðjóns, fim. 8. mars 2007

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Jón Steinar minn

Takk fyrir sendinguna. Nú er bara að setjast niður og njóta. Þú ert flottastur enginn spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, mið. 7. mars 2007

Jón Steinar, langflottastur

Sæll elsku karlinn minn. Frábært blogg. Þetta er fyrsta bloggið mitt. Magga Óskarsd. kennarinn þinn

Margrét Óskarsdóttir (Óskráður), mán. 5. mars 2007

Heill og sæll.

Mér er líkt farið og Jónu Ingibjörgu,að sjá fram á talsvert skemmtilegri framtíð fyrst ég er búinn að uppgötva bloggið þitt.Óneitanlega ylja þær manni,bernskusögurnar að vestan.

Jökull Veigar Kjartansson. (Óskráður), mán. 5. mars 2007

Þorsteinn Sverrisson

Gott blogg...

Hef ekki séð skemmtilegra blogg en á þessari síðu

Þorsteinn Sverrisson, fös. 2. mars 2007

Heill þér félagi

Sæll kæri félagi, gaman að sjá að þú ert komin með vettvang fyrir skemmtilegar tjáningar þínar. Er enn að dást að sögunni um litla kútinn sem kvaddi pabba sinn fyrir sjóróður dagsins. Hafðu það gott og sjáumst vonandi áður en allt of lang líður. Kveðja frá gömlum Vestfirðing.

Guðmundur Sigurðsson (Óskráður), fös. 2. mars 2007

Snilldar penni

Sæll og þakka þér fyrir skemmtileg skrif. Þú ert alveg snilldarpenni. Síðan þín er komin í eftirlæti hjá mér. Heimir www.123.is/rattati

Heimir (Óskráður), sun. 25. feb. 2007

Frændi :)

Sæll og blessaður Nonni minn, búin að lesa allt sem þú hefur skrifað hérna og ég verð nú að segja frá því að ég man nú eftir þegar þú dvaldist um tíma hjá ömmu og afa og varst að læra rússnesku af öllum málum í gegnum einhverjar snældur, þetta þótti mér nú ansi merkilegt en skil það núna eftir þessa lesningu, en héðan út litla firðinum okkar er allt gott að frétta og vona ég að við fáum fljótlega að sjá þig. Kveðja Dóra.

Halldóra Hannesdóttir (Óskráður), þri. 20. feb. 2007

Jens Guð

Blessaður

Ég uppgötvaði bloggið þitt þegar ég var að skoða bloggsíðu Ásthildar Cesil. Helvíti skemmtileg og fróðleg skrif hjá þér, eins og við mátti búast. Þinn gamli skólabróðir úr MHÍ, www.jensgud.blog.is

Jens Guð, lau. 17. feb. 2007

www.zordis.com

Gaman að stoppa við ....

Bara að segja hæ við prakkarann....fólk talar svo fallega um þig ;) kv.frá Zordisi

www.zordis.com, fim. 15. feb. 2007

Karl V. Matthíasson

Grunlaus um reynslu

Sæll Jón minn mér hlýnaði um hjartaræturnar við að sjá myndirnar frá Staðarprestakalli í súgandafirði, þangað vigíðst ég 8. febrúar fyrir 20 árum grunlaus um alla þá reynslu sem lífið fyrri Vestan ætti eftir að gefa mér. Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, mið. 14. feb. 2007

IGG

Góðir sögumenn.

Þvílík frásagnarsnilld! Algjör veisla. Takk fyrir kærlega. Ég var mjög snortin af frásögn þinni af samskiptum ykkar G. Kærnested úr landhelgisstríðinu. Hlakka til að lesa meira. Það hafa margir góðir sögumenn komið út af Ásu og Jóni Grímssyni. Kveðja frá Silfurgötu 7-púka. IGG

IGG , þri. 13. feb. 2007

Sæll vertu

Þú hefur alltaf verið skáldmæltur og ert greinilega í góðum gír á þessari síðu. kv. Eyþór Einarsson

Eyþór Einarsson (Óskráður), mið. 7. feb. 2007

Vertu bæði sæll og blessaður

Takk fyrir góða umsögn um ljóðið mitt og leiðréttingartillöguna. Mér finnst síðan þín frábær og greinilegt að þú kannt að beyta hinu gamla góða ylhýra. Ég mun verða reglulegur gestur. Það máttu bóka. Kveðja Halldór Þór Wíum Kristinsson

Halldór Þór (Óskráður), sun. 28. jan. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband